VARANLEG FÖRÐUN

Örlitameðferð frá Nouveau Contour   |   Dermatude Meta Therapy   |   Læknisfræðileg örlitameðferð (Medical Tattoo)

Varanleg förðun

Við bjóðum upp á þaulreyndar meðferðir frá þekktustu vörumerkjum í heimi á sviði örlitameðferðar.

Undína Sigmundsdóttir
Undína SigmundsdóttirMeistari í snyrtifræði
Undína býr yfir rúmlega 30 ára reynslu í faginu ásamt því að hafa um tuttugu ára reynslu í heimi varanlegrar förðunar, en undanfarin ár hefur hún helgað sig þeirri list eingöngu og hefur sérhæft sig í öllu því nýjasta sem í boði er hverju sinni, ásamt því að vera sérfræðingur í Microblade og Soft Tab tækni.

Undína hefur reglulega sótt sér frekari menntun og þjálfun í heimi varanlegrar förðunar sem og Medical tattoo og sótt ítarleg námskeið um allan heim. Hún hefur unnið ötullega við framkvæmd varanlegrar förðunar og hefur mikla reynslu sem hún er tilbúin að deila með þátttakendum námskeiðanna. Hún er einnig félagi í AAM (American Academy of Micropigmentation) og hefur tekið alþjóðlegt próf í Permanent Make-up og Medical Tattoo, ásamt því að hljóta viðurkenningu sem alþjóðlegur Nouveau Contour kennari.

Kynningarmyndbönd

Örlitameðferð frá Nouveau Contour

Örlitameðferð (varanleg förðun, Permanent Make-Up) er byltingarkennd meðferð þar sem litir eru settir inn undir yfirborð húðar til að skerpa línur andlits. Þessi meðferð hefur verið notuð af mörgum þekktustu módelum, leikurum og skemmtikröftum heims til þess að bæta útlit þeirra. Fagurfræðilegt gildi, tímasparnaður og minni peningaeyðsla er ástæða þess að varanleg förðun er oft kölluð „förðun framtíðarinnar“.

Örlitameðferð felur oftast í sér ísetningu lita á augabrúnir, augnlínu og varir. Með þessari sérstöku tækni og aðferð er þó einnig hægt að hylja ör, lagfæra eða gera nýja vörtubauga og lagfæra ör vegna skarðs í vör (medical örlitameðferð).

Við einblínum á mjúkt og náttúrulegt útlit okkar örlitameðferða og gerum okkar besta til að mæta þörfum viðskiptavina okkar.

Nánari upplýsingar

Dermatude Meta Therapy

Meta Therapy stendur fyrir Medical & Esthetical Tissue Activating Therapy og er eina aðferðin til þess að bæta og fegra húðina bæði innanfrá og utanfrá. Þá eru sérstök serum, sem eru mjög virk efni, borin á húðina. Þannig fást tvöföld áhrif gegn öldrun húðarinnar vegna þess að ekki er eingöngu horft á afleiðingarnar, heldur er fyrst og fremst ráðist gegn orsökunum.

Á síðari áratugum hafa rannsóknir og þróunarstarf sem miða að því að viðhalda æskuljóma húðarinnar veitt okkur alveg nýja sýn inn í þau fræði sem fjalla um varnir gegn öldrun.

Komið hefur í ljós að hægt er að hægja mikið á öldrun húðarinnar og það er í raun og veru hægt að draga úr ummerkjum öldrunar. Fyrst verður að örva náttúrleg ferli húðarinnar innanfrá svo að framleiðsla kollagens og elastíns í húðinni fari aftur af stað og hringrásarferlin eflist. En jafnframt verður að bæta húðinni upp það sem hún hefur farið á mis við, með virkum efnum utanfrá.

Nánari upplýsingar

Kynningarmyndbönd

Læknisfræðileg örlitameðferð (Medical Tattoo)

Læknisfræðileg örlitameðferð er hugsað fyrir þá einstaklinga sem á þurfa að halda í læknisfræðilegum tilgangi. Hægt er að aðstoða einstaklinga sem fæðst hafa með skarð í vör, glíma við Alopecia sjúkdóm (hármissi), ör í húð og línur/hrukkur í andliti. Medical tattoo kemur mikið við sögu hjá konum jafnt sem karlmönnum sem misst hafa brjóst vegna krabbameins og hafa farið í enduruppbyggingu nýs brjósts.

Hægt er að nota læknisfræðilega örlitameðferð til þess að skapa nýja ásýnd vörtubaugs, dekkja ljósa vörtubauga og/eða til að stækka þá til að ná fram samræmi á milli beggja, jafna út mislit í húð, jafna ásýnd varalínu og vara hjá einstaklingum sem hafa fæðst með skarð í vör ásamt aðkomu að öllu því sem er upptalið hér að ofan.

Læknisfræðileg örlitameðferð getur nýst á margan hátt. Ef þú hefur svæði sem valda þér áhyggjum og myndir vilja vita hvort einhverjir möguleikar á lagfæringu væru í boði, hafðu þá samband við okkur til að leita svara!

Nánari upplýsingar