UM ZIRKONIA

Einkunnarorð okkar eru öryggi, ánægja og fagmennska

Starfsfólk Zirkonia

Undína Sigmundsdóttir
Undína SigmundsdóttirMeistari í snyrtifræði
Karen Jóhannsdóttir
Karen JóhannsdóttirSnyrtifræðingur
Áslaug Traustadóttir
Áslaug TraustadóttirSnyrtifræðingur

Öryggi, ánægja og fagmennska

Einkunnarorð Zirkonia eru öryggi, ánægja og fagmennska. Þessar skuldbindingar við viðskiptavinina eru okkur mikilvægar og eru miðpunktur okkar þjónustu.

Við leggjum metnað okkar í að hver og einn viðskiptavinur fái þá allra bestu þjónustu sem völ er á.

Vínlandsleið 12 – 14
113 Reykjavík
Sími: 519 9669

Kt: 670818-0550
VSK: 132401

Opnunartími
Virka daga frá kl. 9 – 14

Svör við algengum spurningum

Við fylgjum ströngum öryggis- og hreinlætisstöðlum með því að nota eingöngu einnota nálar og búnað. Einnig notum við ofnæmisprófaða hágæða liti sem innihalda engin lyktarefni eða önnur ertandi efni.

Farið er yfir spurningalista með öllum nýjum viðskiptavinum til að athuga hvort hann hafi einhverja heilsufarskvilla sem gætu haft áhrif á útkomu meðferðarinnar, t.d. ofnæmi.
Við bjóðum viðskiptavinum með viðkvæma húð uppá ofnæmispróf fyrir meðferð sé þess óskað. Með þeim hætti er hægt greina hvort viðkomandi þoli meðferðina og efnin sem notuð eru til að framkvæma hana.
Náin samskipti eru nauðsynleg á meðan á örlitameðferðinni stendur. Góð og heiðarleg samskipti sérfræðings og viðskiptavinar eru algjört lykilatriði svo að útkoma meðferðarinnar verði sem allra best og í samræmi við óskir viðskiptavinarins.
Fullt samþykki viðskiptavinar um liti, lögun og útkomu meðferðarinnar verður að liggja fyrir, áður en meðferðin hefst. Farið er yfir alla áhættuþætti svo að viðskiptavinurinn sé eins vel upplýstur og mögulegt er.
Við leggjum mikla áherslu á að taka fyrir og eftir myndir af viðskiptavinum á meðan á meðferð stendur. Myndirnar verða geymdar í viðskiptaskrá viðkomandi til að endurskoða og meta gang meðferðar.