HEILDVERSLUN

Við erum umboðsaðilar fyrir fjölmörg leiðandi vörumerki á snyrtimarkaðnum

Nouveau Contour

Við vinnum með heimsþekktar vörur og tækjabúnað frá Nouveau Contour, en það er leiðandi vörumerki á sviðið varanlegrar förðunar og kemur frá hollenska fyrirtækinu NC Group. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Hollandi en síðan 2009 hefur fyrirtækið einnig verið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur stofnað þar bæði útibú og skóla í Orlando, Flórída.

Litir, nálar og tæki eru gæðavottuð frá hollenskum yfirvöldum og hafa verið í fararbroddi á heimsvísu á sviði varanlegrar förðunar. Litaúrvalið er einstakt hvort heldur sem er fyrir brúnir, augnlínur eða varir.

Boðið er upp á 22 liti fyrir augabrúnir, 12 fyrir augnlínur og 25 fyrir varir.

Dermatude

Meta Therapy er örugg, 100% náttúruleg yngingarmeðferð. Háþróað tölvustýrt tæki með nákvæmu handstykki og einkaleyfi á nálaeiningum tryggir hámarksárangur án hættu á að skaða húðina eða á örmyndun.

Með því að fylgjast stöðugt með nýjungum hefur Dermatude, í samvinnu við leiðandi snyrtifræðinga og lækna, skapað sér frábæran alþjóðlegan orðstír fyrir sína einstöku vinnu. Vörurnar eru einstakar og uppfylla allar öryggiskröfur og einkaleyfi. Þetta eru grunngildin sem hafa verið undirstaða velgengni Dermatdue.

Fremstu húðlæknar víðasvegar að úr heiminum telja Meta Therapy örugga og áhrifaríka meðferð.

Épi-Last

Byltingarkennd varanleg háreyðing með lífrænni enzím tækni fyrir allar húðgerðir og háraliti. Þessi meðferð er því tilvalin fyrir fólk sem hefur mikið magn litarefna í húð sem / og fólk með lítið magn litarefna í hári.

Einn helsti kostur við Épi-Last aðferðina fram yfir aðrar háreyðingaraðferðir er sá að eiginleikinn virkar eingöngu á hárrótina en ekki litarefni.

Higimask

Higimask er allra nýjasta tegund af andlitsgrímu og fyrsta gagnsæja andlitsgríma í heimi! Það er Brasilískt vörumerki sem færir þér þessa frábæru nýjung með sérstöku skurðaðgerðar plasti ásamt bakteríu- og móðuvörn. Þægilegur, öruggur og nútímalega hannaður sem endist í allt að 3-4 mánuði að meðaltali.

Sérfræðingar nota að meðaltali 500-600 grímur á móti einum Higimask á þessum mánuðum. Minna sorp gagnvart umhverfinu. Margfalt hreinlegra og margfalt faglegra.

Higimask hentar öllum þeim sem nota andlitsgrímur við vinnu sína, t.d. læknar, snyrtifræðingar, förðunarfræðingar, fólk sem starfar við matvælaiðnaðinn, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar o.s.frv.

Ionto Comed

Í yfir 30 ár hefur Ionto-Comed verið reynslumesta merkið í tæknibúnaði og leiðandi í snyrtivörubúnaði. IONTO-COMED® er í fremstu röð í nýrri tækniþróun og stuðlar að nýjungum í snyrtivöruiðnaðinum þar sem Ionto-Comed hefur verið frumkvöðull í tæknibúnaði snyrtivara. Við skiljum að það er skylda okkar að hagnýta nýja tæknimöguelika með hjálp þeirrar reynslu sem við byggjum á. Við fáum innblástur frá öllum heimshornum og þróum og framleiðum vörurnar okkar í Þýskalandi.

Með fjöldan allan af þróunarverkefnum á okkar vegum á mismunandi sviðum tækninnar þá getum við ekki einungis boðið upp á mjög árangursríkan búnað og aðferðir heldur einnig samræmt búnaðinn okkar fullkomlega innbyrðis og einbeitt okkur að mesta mögulega úrvali meðferða frá upphafi.

SüdaCare

Með SÜDAcare bjóðum við breiða línu af vörum fyrir sérfræðinga á sviði fótsnyrtingar og fótaaðgerða. Mikil gæði og góð hönnun einkenna SÜDA-línuna. SÜDA vörurnar henta bæði fyrir hefðbundna fótsnyrtingu sem og stærri fótaaðgerðir. Í boði eru meðal annars:

 • Fótastólar af fullkomnustu gerð
 • Vinnuborð og vinnulampar
 • Fótaborar og fylgihlutir
 • Sótthreinsibúnaður
 • Klippur og þjalir
 • Fjölbreytt úrval krema og annarra vinnuvara.

Tweezerman

 • Leggur áherslu á undirbúning, námkvæmni og framkvæmd
 • Er leiðandi merki í fyrsta flokks áhöldum á snyrtimarkaðnum
 • Býður upp á stóra fyrsta flokks vörulínu
 • Hannar fyrsta flokks áhöld fyrir fagmenn til að framkvæma hina fullkomnu meðferð – allt frá augabrúnum og augnhárum yfir í fót- og handsnyrtingu
 • Er þekkt sem frumkvöðull á snyrtimarkaðnum með sínum einkennisvörum, gæða plokkurum með handgerðum oddi sem auðveldar framkvæmd meðferðar
 • Er fyrsta val margra þekktustu sérfræðinga á sínum sviðum.

Tina Davies

Af hverju kjósa bestu sérfræðingar í heimi Tinu Davies nálarnar? Sérfræðingar sem leggja allt sitt í að ná fullkomnun og krefjast þess besta fyrir sína viðskiptavini ættu ekki að leita lengra. Með Harmony nálunum getur þú skilað frábærri útkomu í hvert skipti.

Harmony frá Tinu Davies býður upp á frábært úrval nála fyrir microblade meðferðir.

Pink Cosmetics

Frábært vax sem hentar öllum húðgerðum þar sem bræðsluhitastig vaxins er lægra en almennt er. Það kólnar einnig hratt og helst mjúkt og brotnar ekki. Þetta er því byltingarkennt vax. Hágæða innihaldsefni valda því að vaxið klístrast ekki og fjarlægja allt að 1 mm löng hár.

Vaxið fæst sem hart vax, mjúkt pottavax og vax í rúllum. Að auki fást allar fyrir og eftir meðferðarvörur, sem og aukahlutir og vaxpottar.

Plasma Pen

Meðferðin er sú allra árangursríkasta sem snyrtifræðingar hafa upp á að bjóða í dag. Plasma Pen er meðferð sem byggir á hita í yfirborði húðar sem veldur örlitlum bruna og opnar húðholurnar. Við þetta áreiti eykst einnig kollagen og elastín framleiðsla í húð sem þéttir og stinnir.

Plasma Pen vinnur því gríðarlega vel á allri slappri og lausri húð sem hefur misst teygjanleikann. Augnpokar, djúpar línur eða hangandi húð heyra nú sögunni til.

Árangurinn er hreint út sagt stórkostlegur og hægt er að framkvæma meðferðina hvar sem er á líkamanum.

Beautiful Brows and Lashes

Vörurnar frá Beautiful Brows and Lashes innihalda allt það sem þarf fyrir augnhára og augabrúnameðferðir. LASH BOMB og BROW BOMB eru þar fremst í flokki en lash lift og brow lamination eru meðferðir sem eru gífurlega vinsælar.

Augabrúna og augnháralitirnir frá BBL eru einnig alveg einstakir. Að auki býður BBL upp á öll þau tæki og tól sem fagmaður þarf til að fá sem allra bestu útkomu.

Brow Xenna

BrowXenna® er augabrúna litur sem samanstendur af náttúrulegum innihaldsefnum eins og henna laufum, jurtum og lífrænum efnasamböndum. Þessi efnasamsettning gerir það að verkum að útkoman verður varanlegri en með hefðbundinni litun. Henna liturinn situr í húðinni í allt að 2 vikur en í hárunum í u.þ.b 6 vikur.

Náttúruleg innihaldsefni styrkja veikburða og skemmd hár og bæta þannig náttúrulega lögun og útlit augabrúna.

Brow Xenna augabrúnalitirnir koma í 15 mismunandi litatónum.

ILASH

Frábæru ILash augnhára- og augabrúnalitirnir fást hjá okkur. Fást í svörtum, blásvörtum, ljósbrúnum, brúnum, bláum og gráum lit.

Kemur í 30 ml pakkningum sem hentar fagfólki sérstaklega vel.