NÁMSKEIÐ
Fjölbreytt námskeið í boði bæði fyrir byrjendur og lengra komna
Námskeið í varanlegri förðun (örlitameðferð)
Þjálfun og reynsla er grunnur að velgengni þinni sem sérfræðingur í varanlegri föðurn. Þetta þýðir að gæði kennslu er mjög mikilvæg fyrir framtíð þína í faginu. Markmið Zirkonia ehf. er að bjóða upp bestu mögulegu fræðslu fyrir nemendur okkar. Við reynum eftir fremsta megni að bjóða upp á öruggt og faglegt umhverfi þar sem þú færð tækifæri til þess að vaxa sem sérfræðingur í varanlegri förðun.
Kennsluprógram okkar er hannað til þess að þú náir að uppfylla allar kröfur til þess að verða sérfræðingur á sviði örlitameðferðar.
Fyrsta flokks námskeið og kennsluefni
Kennsluefnið frá Nouveau Contour er einstakt á sviði varanlegrar förðunar, ekki einungis á Íslandi heldur víðs vegar um heiminn. Frábæra kennsluefnið okkar er ástæða þess gæðastimpils sem Nouveau Contour ber um allan heim.
Allir nemendur fá sömu gæða kennsluna, hvort sem þeir eru staðsettir í Hollandi, Rússlandi, Kína eða Kanada. Þannig er skírteni frá Nouveau Contour ákveðinn gæðastimpill.
Grunn- og framhaldsnámskeið
Námskeiðin hjá okkur eru fámenn til þess að passa upp á að þú fáir alla þá athygli og fræðslu sem þarf til þess að þú náir frábærum árangri á sviðið örlitameðferðar.
Allir nemendur byrja á grunnnámskeiði. Eftir grunnnámskeið getur þú strax hafið feril þinn sem sérfræðingur í varanlegri förðun. Til þess að veita þér meiri stuðning bjóðum við einnig upp á ýmis framhaldsnámskeið, allt eftir áhugasviði þínu, til þess að auka enn frekar færni þína.
Námskeið í varanlegri förðun
Nouveau Contour er eitt þekktasta Permanent make-up merkið í heiminum í dag og finnst það í flest öllum löndum Evrópu, USA, Kanada og Austurlöndum.
Á námskeiðinu er farið í alla þætti varanlegrar förðunar, t.d:
- Augabrúnir (einstök hár / skygging)
- Augnlína (hefðbundin, breið, skyggð)
- Varalínur (fín lína, skygging, heillitun)
Stök námskeið
- Vörtubaugur
- Augnskuggi
- Smokey augnlina
- Microblade
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar og verð má nálgast í síma 519 9669 eða með því að senda okkur tölvupóst.
Sjö daga grunnnámskeið
Hér er lagður grunnur að því að þú getir unnið sem listamaður á sviði varanlegrar förðunar. Námskeiðið veitir undirstöðuþekkingu á viðfangsefninu. Við förum vel í bóklegt nám, litafræði og helstu aðferðir og tækni sem notaðar eru.
Námskeiðið stendur í 7 daga, er skipt í hluta 1, 4 dagar og hluta 2 í 3 daga 6-8 vikum síðar. Námskeiðið krefst mikils af þeim sem það sækja. Eftir að hafa lokið námskeiðinu ættir þú að finna fyrir nægu öryggi til að fara af stað og vinna við þína viðskiptavini, hefja þinn nýja starfsferil fullviss um að hafa lært nóg til að verða góður fagmaður í varanlegri förðun.
Dagur 1
Bóklegt nám, almennt um Permanent make-up, liti og litakerfi, nálartegundir, æfing á æfingamottum.
Dagur 2
Bóklegt nám, augabrúnir, fríhendis augabrúna teikning, æfing á æfingamottum, módel nr.1. Nál nr. 5 round notuð.
Dagur 3
Bóklegt nám augnlína, fríhendis augnlínuteikning, æfing á æfingamottum, módel nr.2. Nál nr. 3 round notuð.
Dagur 4
Bóklegt nám varir-varalína, fríhendis varalínuteikning, æfing á æfingamottum, módel nr.3. Nál nr. 3 micro notuð.
6 – 8 vikum seinna: Sömu módel og í upphafi + 3 ný
Dagur 5: Augabrúnir
Módel 4. Nál 5 round notuð
Módel 5. Nál 3 round notuð
Dagur 6: Augnlína
Módel 6. Nál 3 outline notuð
Módel 7. Nál 5 power notuð
Dagur 7: Varalína
Módel 8. Nál 5 round notuð
Módel 9. Nál 7 power notuð
Hér er aðeins farið yfir aðferðir og tækni sem mjög mikilvægt er að læra áður en lengra er haldið.
Augabrúnir: Augabrúnir – fylltar og skuggar á bak við hárin
Augnlína/ur: Fylling á milli augnhára, þunnar og þykkar línur í kring um augu
Varalína: Styrking á eigin varaútlínu, mjóar og breiðar línur í kring um varir.
Meistaranámskeið er fyrir þá sem þegar hafa tekið grunnnámskeið í varanlegri förðun.
Milli grunnnámskeiðs og meistanámskeiðs þurfa að líða 2-3 mánuðir þar sem krafist er mikillar þjálfunar. Hér fínpússum við tæknina frá grunnnámskeiðinu, kynnumst fleiri aðferðum og tækni, ásamt háþróuðum nálabúnaði og spennandi möguleikum við framkvæmd meðferða. Þetta námskeið er einnig mjög gott fyrir þá sem lært hafa og hafa reynslu af heimi varanlegrar förðunar en vilja afla sér frekari þekkingar.
Dagur 1
Augabrúnir: Teikna einstök hár inn í augabrúnir, farið er yfir hvernig hægt er að blanda saman 2 tegundum meðferða sem hægt er að framkvæma (skyggingu og eftirlíkingu hára). Nál 4 flat er notuð.
Dagur 2
Augnlína: Þykkar og formaðar augnlínur ásamt skyggðum línum í kring um augu. Nál 5-9 magnum og 3 slope eru notaðar.
Dagur 3
Varalína og skygging, full varalitun. Nál 3 og 5 slope eru notaðar.
Að loknu meistaranámskeiði í varanlegri förðun ert þú fær um að framkvæma meðferðir að óskum viðskiptavina hvort heldur sem er við gerð augabrúna, augnlína, lína í kringum varir, skyggingu eða fulla varalitun. Þú ert þá orðin útlærð og hefur heimild til að kalla þig sérfræðing eða listamann í Permanent make-up.
Til að eiga þess kost að sækja meistaranámskeið þarf að færa sönnur á því að sótt hafi verið grunnnámskeið.
Allur búnaður og litir eru framleiddir og vottaðir samkvæmt ISO9001 og EN13485 (European Union Medical Standard) Nouveau Contor INTELLIGENT var fyrsta tölvugerða vélin sem framleidd var til að framkvæma Permanent make-up meðferðir, en nú hefur einnig DIGITAL 1000 bæst við. Nálabúnaður frá Nouveau Contour er hreinlegur og þéttur. Með því er tryggt að litir eða blóðvökvi flæði ekki aftur inn í nálarbúnaðinn.
Gæði og öryggi nálanna eru í fyrsta flokki sem tryggir að nálin fer alltaf beint niður i húðina án möguleika á hliðarsveiflum. Nálarnar valda mun minna álagi á húðina og húðin nær því fyrr að jafna sig en eftir margar aðrar tegurndir nála sem notaðar eru í varanlegri förðun. Það er auðvelt að skipta um nálar í nálarhandfangi sem þannig tryggir einnig hágæða hreinlæti og öryggi.
Námskeið í Microblade
Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem nú þegar starfa við varanlega förðun en vilja auka hæfni sína og sérþekkingu enn frekar.
Sérstaða Microblade felst meðal annars í eftirfarandi;
- Microblade er öðruvísi tækni heldur en það sem flestir þekkja og nota
- Með Microblade tækninni er skorið létt í yfirborð húðarinnar til að koma litnum inn
- Þessi tækni og aðferð framkallar hreinar og tærar strokur “hár” þegar húðin grær
Tími
Þriggja daga námskeið, frá kl. 9 – 17 alla dagana.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar og verð má nálgast í síma 519 9669 eða með því að senda okkur tölvupóst.
Fyrir hádegi: Grunnur og undirstaða. Farið yfir bóklegt námsefni, nálar og liti
Eftir hádegi: Æfing á æfingamottum + 1 módel kl. 14:00
Dagur 2 – þrjú módel
Fyrir hádegi: 1x Módel kl. 9:30
Eftir hádegi: 2x Módel kl. 13:00 og kl. 15:00.
Teikna upp, móta form og fylla uppí augnabrúnir með “einstökum hárum” á öll módelin.
Dagur 3 – þrjú módel (ca. 6 vikum síðar)
Fyrir hádegi: 1x Módel kl. 9:30
Eftir hádegi: 2, Módel kl. 13:00 og kl. 15:00
Hybrid Pigmentation – Nýtt
Það besta með báðum tækni aðferðum „Microblade handstykki og örlitameðferð þar sem notaður er fullkominn tækjabúnaður. Fínleg „einstök hár” og mjúkur skuggi sem myndar fyllingu og eðilega útkomu.
Æskilegt að nemendur finni sjálfir módel á námskeiðið annars að láta vita í tíma svo hægt sé að gera ráðstafanir.
Efni
Allt efni á námskeiði er innifalið (m.a. æfingamottur, litir, handstykki og nálar) ásamt því fá nemendur 30 auka nálar, nálastand, tvo liti, æfingamottur, microbrush pensla, blýant til að móta brúnir – sem hægt er að nota til að framkvæma fyrstu meðferðirnar á stofu.
Kennari
Undína Sigmundsdóttir
Undína býr yfir rúmlega 30 ára reynslu í faginu ásamt því að hafa um tuttugu ára reynslu í heimi varanlegrar förðunar, en undanfarin ár hefur hún helgað sig þeirri list eingöngu og hefur sérhæft sig í öllu því nýjasta sem í boði er hverju sinni, ásamt því að vera sérfræðingur í Microblade og Soft Tab tækni.
Undína hefur reglulega sótt sér frekari menntun og þjálfun í heimi varanlegrar förðunar sem og Medical tattoo og sótt ítarleg námskeið um allan heim. Hún hefur unnið ötullega við framkvæmd varanlegrar förðunar og hefur mikla reynslu sem hún er tilbúin að deila með þátttakendum námskeiðanna. Hún er einnig félagi í AAM (American Academy of Micropigmentation) og hefur tekið alþjóðlegt próf í Permanent Make-up og Medical Tattoo, ásamt því að hljóta viðurkenningu sem alþjóðlegur Nouveau Contour kennari.
Frábær aðstaða
Í húsnæði okkar að Vínlandsleið 12 – 14 í Reykjavík höfum við upp á að bjóða fullkomna aðstöðu til kennslu og námskeiðahalds. Þar bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.