NÁMSKEIÐ

Fjölbreytt námskeið í boði bæði fyrir byrjendur og lengra komna

Námskeið í varanlegri förðun (örlitameðferð)

Þjálfun og reynsla er grunnur að velgengni þinni sem sérfræðingur í varanlegri föðurn. Þetta þýðir að gæði kennslu er mjög mikilvæg fyrir framtíð þína í faginu. Markmið Zirkonia ehf. er að bjóða upp bestu mögulegu fræðslu fyrir nemendur okkar. Við reynum eftir fremsta megni að bjóða upp á öruggt og faglegt umhverfi þar sem þú færð tækifæri til þess að vaxa sem sérfræðingur í varanlegri förðun.

Kennsluprógram okkar er hannað til þess að þú náir að uppfylla allar kröfur til þess að verða sérfræðingur á sviði örlitameðferðar.

Fyrsta flokks námskeið og kennsluefni

Kennsluefnið frá Nouveau Contour er einstakt á sviði varanlegrar förðunar, ekki einungis á Íslandi heldur víðs vegar um heiminn. Frábæra kennsluefnið okkar er ástæða þess gæðastimpils sem Nouveau Contour ber um allan heim.

Allir nemendur fá sömu gæða kennsluna, hvort sem þeir eru staðsettir í Hollandi, Rússlandi, Kína eða Kanada. Þannig er skírteni frá Nouveau Contour ákveðinn gæðastimpill.

Grunn- og framhaldsnámskeið

Námskeiðin hjá okkur eru fámenn til þess að passa upp á að þú fáir alla þá athygli og fræðslu sem þarf til þess að þú náir frábærum árangri á sviðið örlitameðferðar.

Allir nemendur byrja á grunnnámskeiði. Eftir grunnnámskeið getur þú strax hafið feril þinn sem sérfræðingur í varanlegri förðun. Til þess að veita þér meiri stuðning bjóðum við einnig upp á ýmis framhaldsnámskeið, allt eftir áhugasviði þínu, til þess að auka enn frekar færni þína.

Námskeið í varanlegri förðun

Námskeið í Microblade

Kennari

Undína Sigmundsdóttir
Undína býr yfir rúmlega 30 ára reynslu í faginu ásamt því að hafa um tuttugu ára reynslu í heimi varanlegrar förðunar, en undanfarin ár hefur hún helgað sig þeirri list eingöngu og hefur sérhæft sig í öllu því nýjasta sem í boði er hverju sinni, ásamt því að vera sérfræðingur í Microblade og Soft Tab tækni.

Undína hefur reglulega sótt sér frekari menntun og þjálfun í heimi varanlegrar förðunar sem og Medical tattoo og sótt ítarleg námskeið um allan heim. Hún hefur unnið ötullega við framkvæmd varanlegrar förðunar og hefur mikla reynslu sem hún er tilbúin að deila með þátttakendum námskeiðanna. Hún er einnig félagi í AAM (American Academy of Micropigmentation) og hefur tekið alþjóðlegt próf í Permanent Make-up og Medical Tattoo, ásamt því að hljóta viðurkenningu sem alþjóðlegur Nouveau Contour kennari.

Frábær aðstaða

Í húsnæði okkar að Vínlandsleið 12 – 14 í Reykjavík höfum við upp á að bjóða fullkomna aðstöðu til kennslu og námskeiðahalds. Þar bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Loading...